Már fimmti á nýju Íslandsmeti í Tókýó
Már Gunnarsson, sundmaður úr Keflavík varð í 5. sæti í 100 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í í flokki S11 blindra og sjónskertra í Tókýó í morgun.
Már setti nýtt Íslandsmet, var á þriðju brautinni og synti á 1:10:36. Hann byrjaði sundið mjög vel og var annar eftir 50 metra en gaf aðeins eftir á lokasprettinum í sundinu. Engu að síður frábær frammistaða hjá okkar manni.
Már synti í undanúrslitasundinu í nótt og var þá annar í sínum riðli og með þriðja besta tímann í heildina.
Þetta var önnur keppnisgreinin hjá Keflvíkingnum. Hann á tvær eftir og næsta er 200 metra fjórsund á mánudaginn. Síðasta greinin verður 100 metra flugstund á lokadegi mótsins, föstudaginn 3. september.
Már í úrslitasundinu í morgun. Mynd/JónBjörnÓlafsson-ÍF.