Njarðvíkingar á palli í öllum flokkum
Um helgina fór Tímamót Glímusambands Íslands fram. Mótið var haldið í glæsilegri aðstöðu Dalamanna í Búðardal.
Í opnum unglingaflokki karla krækti Jóhannes Pálsson í annað sætið og Jóel Helgi Reynisson varð þriðji í sama flokki.
Í opnum unglingaflokki kvenna varð svo hin efnilega glímukona Rinesa Sopi önnur.
Það dró svo til tíðinda í fullorðinsflokki en þar sigraði Gunnar Örn Guðmundsson í -84 kg flokki karla en í +84 kg flokki karla nældi Jóel Helgi Reynisson sér í þriðja sætið í fjölmennum flokki.
Guðmundur Stefán Gunnarsson var aldursforseti mótsins en hann varð annar í opnum flokki karla og eftir honum kom Sigurður Arnar Benediktsson en þeir Guðmundur þurftu að keppa aukaviðureign um annað sætið því Sigurður kom öllum á óvart og lagði Guðmund í fyrri viðureign þeirra.
Eftir mótið var Glímuþing haldið sem var hið glæsilegasta og þar kom fram að glímudeild UMFN var stærsta glímudeild landsins 2021 og miðað við þátttöku í tímamótinu lítur út fyrir að enn fjölgi keppendum frá UMFN.
Rinesa Sopi og Mariam Badawy með gull á barnamóti VBC
Á sunnudaginn fór fram barnamót VBC í Kópavoginum í gólfglímu. Fjórar stúlkur kepptu fyrir hönd Njarðvíkur. Rinesa Sopi sem hafði unnið til annara verðlauna í glímu daginn áður keppti einnig á þessu móti. Gerði hún sér lítið fyrir og vann sinn flokk og sýndi að hún er ein af efnilegustu alhliða glímukonum Íslands. Mariam Badaawy keppti einnig á mótinu og hún sigraði örugglega eftir fjölmargar viðureignir.
Þá keppti Birkir Freyr Guðbjartsson á blábeltingamóti í gólfglímu á sama tíma og tímamótið var í glímu hann gerði sér lítið fyrir og varð þriðji í sínum flokki.
Myndir frá mótinu eru í myndasafni hér fyrir neðan.