Njarðvíkingar komnir í undanúrslit
Njarðvíkingar unnu þriðja sigurinn á Grindavík í gær í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik. Þetta var þriðja viðureign liðanna og vann Njarðvík þær allar, Grindvíkingar eru því komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar undirbúa sig nú fyrir undanúrslit.
Kristófer Breki Gylfason kom Grindavík komst yfir í byrjun leiks (0:2) en það var eina skiptið sem gestirnir höfðu forystu því Njarðvíkingar voru fljótir að snúa dæminu sér í vil og litu aldrei til baka eftir það.
Njarðvíkingar juku forystuna jafnt og þétt og þegar blásið var til hálfleiks leiddu leikinn þeir með 21 stigi (50:29). Grindvíkingar gáfust ekki upp og í seinni hálfleik minnkaði munurinn hægt og bítandi, var orðinn sjö stig (92:85) þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Lengra komust þeir ekki og eru því úr leik.
Leikmenn Njarðvíkur geta nú hvílst og safnað orku fyrir næstu rimmu en Njarðvík er fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslitin með þessum 3:0 sigri á Grindavík.
Njarðvík - Grindavík 102:93
(26:15, 27:17, 23:30, 26:31)
Njarðvík: Dedrick Deon Basile 25/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lisandro Rasio 21/12 fráköst, Mario Matasovic 20, Oddur Rúnar Kristjánsson 13, Jose Ignacio Martin Monzon 9/8 fráköst, Nicolas Richotti 7/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 5, Haukur Helgi Pálsson 2/4 fráköst, Logi Gunnarsson 0, Jan Baginski 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0.
Grindavík: Damier Erik Pitts 30/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 18, Ólafur Ólafsson 14/4 fráköst, Zoran Vrkic 14, Gkay Gaios Skordilis 10/12 fráköst, Bragi Guðmundsson 5/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 2, Hilmir Kristjánsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Valdas Vasylius 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.