Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Íþróttir

Ólík hlutskipti Reykjanesliðanna í fyrstu umferð A-deildar körfuknattleiks kvenna
Brittany Dinkins hefur sýnt frábæran stöðugleika með Njarðvík í vetur. Þarna er hún í baráttu við bandarískan leikmann Keflavíkur sem skilaði líka sínu í kvöld en það dugði Keflvíkingum ekki til sigurs.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl. 22:08

Ólík hlutskipti Reykjanesliðanna í fyrstu umferð A-deildar körfuknattleiks kvenna

A-deild kvenna í Bónusdeild kvenna hófst í kvöld og voru bæði liðin úr Reykjanesbæ að keppa. Hlutskipin ólík, Njarðvík vann Þór Akureyri á heimavelli en Keflavík tapaði á sínum heimavelli fyrir Val.

Njarðvík - Þór Akureyri 93-80

Paulina Hersler og Brittany Dinkins voru lang atkvæðamestar, sú fyrrnefnda stigahæst með 28 stig á móti 26 stigum Dinkins. Sú síðarnefnda var framlagshærri með 34 á móti 33 hjá Hersler.

Keflavík - Valur 73-77.

Jasmine Dickey var bæði 30 stig og 30 framlagspunkta.

Anna Lára Vignisdóttir kom hins vegar best út í +/- tölfræðinni, Keflavík vann með 23 stigum á meðan hennar naut við.