Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjáðu rauða spjaldið hjá Einari Orra
Föstudagur 23. maí 2014 kl. 12:15

Sjáðu rauða spjaldið hjá Einari Orra

Margir tjáð sig um umdeilt atvik í Keflavík

Töluvert hefur verið fjallað um atvik sem átti sér stað í leik Keflvíkur og FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Þá hlaut Einar Orri Einarsson miðjumaður Keflvíkinga seinna gula spjaldið sitt í leiknum fyrir að veitast að Böðvari Böðvarssyni leikmanni FH. Hólmar Örn FH-ingur hafði skömmu áður brotið á Einari og brást hann illur við og lagði hendur á Böðvar sem átti eitthvað ósagt við Einar. Þegar Einar Orri gengur svo af velli gerir hann handahreyfingar sem ekki eiga mikið skylt við knattspyrnu, en svo virðist sem hann sé að hóta Böðvari. Sjá má atvikið hér að neðan.

Atvikið má sjá hér á Vísi.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margir hafa tjáð sig um atvikið á samskiptamiðlum og er umræðan á misháu plani þar. Fyrrum leikmaður FH-inga sagði m.a. á Twitter að Keflvíkingar væru glæpamenn en dró þau ummæli sín svo tilbaka. Hér að neðan má sjá brot af umræðunni á Twitter í kjölfar atviksins.