Sjötta tap Grindvíkinga
Grindavík tapaði fyrir Stjörnunni í gær í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik og var það sjötta tap Grindavíkur í níu leikjum. Fyrir leikinn í gær höfðu bæði lið aðeins unnið þrjá leiki en með sigrinum skilja Stjörnukonur Grindvíkinga eftir í neðstu sætunum ásam Aþenu, Val og Hamar/Þór.
Grindavík - Stjarnan 63:65
(16:20, 17:12, 20:18, 10:15)
Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar var hörkuspennandi. Það voru gestirnir sem tóku forystu í fyrsta leikhluta (16:20) en heimakonur höfðu snúið stöðunni sér í hag þegar blásið var til hálfleiks (33:32)
Grindvíkingar juku muninn í þrjú stig í þriðja leikhluta (53:50) en Stjörnukonur reyndust sterkari í fjórða leikhluta og lönduðu að lokum naumum sigri (63:65).
Grindavík: Katarzyna Anna Trzeciak 21/6 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 17/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 15/14 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 7/10 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0.