Spænskur framherji til Grindavíkur
Óscar Manuel Conde er genginn til liðs við Grindavík. Frá þessu er greint á mbl.is. Conde er 26 ára gamall spænskur framherji.
Leikmaðurinn lék með Gimnástica Torrelavega í spænsku C-deildinni á síðustu leiktíð en liðið endaði í nítjánda sæti deildarinnar. Cruz kom við sögu í 34 leikjum með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði sex mörk.