Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stefan Ljubicic til Brighton
Þriðjudagur 23. febrúar 2016 kl. 16:54

Stefan Ljubicic til Brighton

Keflvíkingar selja efnilegan leikmann

Keflvíkingar hafa selt hinn 16 ára Stefan Alexander Ljubicic til enska liðsins Brighton & Hove Albion. Frá þessu er greint á Fótbolta.net. Stefan gerir þriggja ára samning við liðið sem leikur í 1. deild. Stefan er hávaxinn leikmaður sem einnig er efnilegur körfuboltamaður. Hann lék þrjá leiki með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar. Brighton er í fjórða sæti 1. deildar en þar er Chris Hughton þjálfari.

Stefan fór utan í haust til reynslu hjá Brighton og fleiri félögum á Bretlandseyjum. Félagið sýndi honum mikinn áhuga og hafði leikmaðurinn sömuleiðis áhuga á því að spreyta sig ytra. „Þetta er fyrst og fremst frábært tækifæri fyrir ungan leikmann. Við stöndum aldrei í vegi fyrir svona tækifærum,“ sagði Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir. Hann vildi ekki gefa upp hvert kaupverðið væri fyrir Stefan en sagði að meðal annars væri samningurinn árangurstengdur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024