Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Afmælisgjafirnar í Minningarsjóð Ölla
Langömmubörnin Gunnar Logi Agnarsson og systkinin Hafþór Aron og Dagný Eir Hafsteinsbörn tóku á móti styrknum fyrir hönd sjóðsins og stilltu sér upp af því tilefni með langömmu sinni.
Sunnudagur 8. desember 2024 kl. 06:23

Afmælisgjafirnar í Minningarsjóð Ölla

Nýverið fagnaði Erna Agnarsdóttir níutíu ára afmæli sínu. Hún var föðuramma Örlygs Sturlusonar, Ölla heitins, sem lést ungur að árum en hann var þá einn besti körfuknattleikmaður landsins og lék með Njarðvík.

Í tilefni þessara merku tímamóta Ernu var slegið til veislu sem börnin hennar héldu henni til heiðurs. Mikill fjöldi mætti til að gleðjast með Ernu og allri fjölskyldunni og vildi hún hvorki þiggja gjafir né blóm. Bað hún þá sem vildu gleðja hana á afmælisdaginn að gefa andvirðið í Minningarsjóð Ölla sem er henni kær og bárust í sjóðinn af þessu tilefni 500.000 krónur.

Íþróttastarf barna hefur verið Ernu hugleikið í gegnum tíðina en sjálf ól hún upp sjö börn sem öll stunduðu íþróttir af kappi. Nokkrir synir hennar urðu meðal bestu körfuknattleiksmanna landsins. Í dag hafa barnabörnin og barnabarnabörnin tekið við og má því segja að íþróttir hafi ávallt verið stór hluti af hennar lífi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024