Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Beyoncé gisti á Hótel Keflavík í nótt
Mánudagur 14. janúar 2008 kl. 10:55

Beyoncé gisti á Hótel Keflavík í nótt

Söngkonan heimsfræga, Beyoncé, gisti á Hótel Keflavík í nótt ásamt fylgdarliði sínu en fólkið hafði millilent á Keflavíkurflugvelli. Söngkonan tók alla fjórðu hæð hótelsins á leigu.


Að sögn Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra,  kom söngkonan  óvænt með stuttum fyrirvara og var beðið um fimm svítur undir hana og fylgdarlið. Svíturnar eru á fjórðu hæðinni og vildi svo heppilega til að hún var öll laus í nótt.

"Hún fór svo í morgun ásamt öllu fylgdarliði. Strákarnir á A-stöðinni sáu um að aka þeim til og frá flugvellinum. Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minnnigar um Ísland," sagði Steinþór í samtali við VF.

Að sögn Steinþórs var talsvert um Bandaríkjamenn á Hótel Keflavík í nótt og lyftist heldur betur á þeim brúnin þegar þeir urðu varir við að söngkonan var á sama hóteli. Það var því margt um manninn í móttöku hótelsins í morgun þegar Beyoncé kvaddi, því allir vildu þeir sjá söngkonuna og kasta á hana kveðju.

Starfsfólk Hótels Keflavíkur er ekki óvant því að fá heimsfrægt fólk og fyrirmenni í heimsókn. Á meðal gesta hafa verið menn á borð við Dan Quayle, Meatloaf og John Travolta.

 

Uppfært: Með söngkonunni í för var unnusti hennar Jay-Z, rappari og tónlistarframleiðandi, en þau eyddu gærkvöldinu á Paddy´s og horfðu þar á Ameríska fótboltann. 

Mynd: Get ég fengið herbergið  sem Beyoncé svaf í? Kannski á starfsfólk Hótel Keflavíkur eftir að fá þá spurningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024