DJÄSS í Bókasafni Suðurnesjabæjar
Jazzfjelags Suðurnesjabæjar býður til tónleika sem verða haldnir miðvikudaginn 26. maí kl.20:00 í Bókasafni Suðurnesjabæjar, Sandgerði.
Tríóið DJÄSS hefur starfað frá árinu 2010 og er skipað þeim Karli Olgeirssyni, píanóleikara, Kristni Snæ Agnarssyni, trommuleikara, og Jóni Rafnssyni, bassaleikara. Tríóið, sem fyrstu tíu starfsárin bar nafnið Hot Eskimos, hefur skapað sér nafn og sérstöðu með jazzútsetningum á íslenskum rokk-, pönk- og dægurlögum. Þannig var lagavalið á þeirra fyrsta geisladiski „Songs From the Top of the World“ (2011) og fékk hann frábæra dóma gagnrýnenda. Á disknum „We ride Polar Bears“ (2013) kvað við annan tón en þar mátti heyra, auk þekktra íslenskra laga, nokkur frumsamin lög og erlend. Þeir félagar vinna nú að upptökum á nýrri plötu sem að mestu inniheldur frumsamið efni og kemur hún út seinna á árinu.
Dagskráin á þessum tónleikum verður nýtt efni í bland við lög af þeirra fyrri diskum.
Aðgangur er ókeypis, takmarkað sætaframboð.
Athugið að panta þarf miða með því að senda tölvupóst á [email protected] og gefa upp fullt nafn, símanúmer og kennitölu.
Munið sóttvarnir.
Athugið að panta þarf miða með því að senda tölvupóst á [email protected] og gefa upp fullt nafn, símanúmer og kennitölu.
Munið sóttvarnir.