FS-ingur vikunnar: Saknar fótboltans í hádeginu
Nafn: Logi Þór Ágústsson
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Íþróttir og stjórnmál
Logi Þór er átján ára gamall og er hann á fjölgreinabraut í FS. Logi segir að félagslífið í FS sé rosalegt og því fylgi geggjaður félagsskapur, það er gaman að segja frá því að sjálfur er Logi formaður nemendafélagsins.
Logi er FS-ingur vikunnar.
Hvað ert þú gamall?
18 ára.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Fótboltans í hádeginu.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Besti kosturinn, vesen að fara að keyra til og frá Reykjavík.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Skemmtilegt umhverfi, geggjaður félagsskapur.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Það er rosalegt.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Axel Ingi Jóhannesson – hann fer langt í boltanum ... sjáum hann brillera í Bestu deildinni í sumar.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Það er alltaf gaman að hlusta á Jónas Dag röfla allan daginn og fær hann titillinn.
Hvað hræðist þú mest?
Hjört kerfisstjóra – en hann er tveggja metra Njarðvíkingur.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
Heitt þessa stundina væri að vera í top 4 í ensku og kalt væri að tapa á móti Bournemouth.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Vor í Vaglaskógi með Kaleo.
Hver er þinn helsti kostur?
Raunsæi.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Instagram og Facebook.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnan er að henda mér í lögfræði.
Hver er þinn stærsti draumur?
Verða hæstaréttarlögmaður og vinna fyrir sjálfan mig.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði, hvaða orð væri það og af hverju?
Keflvíkingur – stoltur af því.