Heimatónleikar í gamla bænum slógu í gegn
Heimatónleikarnir, Heima í gamla bænum, slógu í gegn og í gærkvöldi voru átta tónlistarmenn eða hljómsveitir sem komu fram á sex heimilum, þar á meðal Jón Jónsson, Stebbi og Eyfi og Bjartmar Guðlaugsson.
Menningarfélag Keflavíkur stóð fyrir heimatónleikum í gamla bænum en samstarfs- og styrktaraðilar heimatónleikanna voru Reykjanesbær, Isavia , K. Steinarsson, Beint úr sjó, Íslandsbanki og Hótel Berg.
Í kvöldstyllunni barst ómurinn víða og góð stemmning myndaðist á rölti milli heimila. Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir.