Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Næstum 1,3 milljónum króna 
safnað fyrir flóttafólk frá Úkraínu
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 14:33

Næstum 1,3 milljónum króna 
safnað fyrir flóttafólk frá Úkraínu

Alls söfnuðust 1.259.000 krónur á styrktartónleikum fyrir flóttafólk frá Úkraínu sem haldnir voru í Keflavíkurkirkju sl. fimmtudagskvöld. Stór framlög bárust í söfnunina frá Oddfellow-reglunni á Suðurnesjum og frá Samkaup hf.

Á tónleikunum komu fram kór Keflavíkurkirkju, barnakór Keflavíkurkirkju og ungmennakórinn Vox Felix. Þá söng Fríða Dís Guðmundsdóttir við undirleik Smára Guðmundssonar. Einnig kom Sigurður Guðmundsson fram á tónleikunum. Þau Valdimar Guðmundsson og Alexandra Chernyshova áttu að koma fram en forfölluðust vegna veikinda. Tónleikunum var einnig streymt á Facebook-síðum Víkurfrétta og Keflavíkurkirkju þar sem þúsundir hafa horft á tónleikana og styrkt söfnunina. Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024