Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemi í Akurskóla vill nýja hefð á Reykjanesi
Daniel Alexandersson heldur á brúnni.
Þriðjudagur 4. febrúar 2014 kl. 10:03

Nemi í Akurskóla vill nýja hefð á Reykjanesi

- Ferðamenn „haldi“ á brúnni milli heimsálfa.

„Við Suðurnesjamenn vitum að hér er brú á milli tveggja heimsálfa. Mig langar að búa til nýja hefð sem verður fólgin í því að taka mynd hjá þessari brú eins og að verið sé að halda á brúnni sem tengir Evrópu og Ameríku,“ segir Daniel Alexandersson, 13 ára nemi í 8. bekk í Akurskóla. 

Skakki turninn í ítölsku borginni Pisa er þekkt kennileiti og ferðamenn taka gjarnan mynd af sér hallandi eins og turninn eða styðjandi við hann. „Þetta er fræg ítölsk hefð og mig langar að hvetja til slíkrar hefðar hér hjá okkur. Auðvitað verður hún ekki allt í einu til og það þyrfti kannski að gera þægilega gangstétt sem leiðir að staðnum sem fólkið mun taka myndirnar,“ segir Daniel.

Hann bætir við að sniðugt væri að láta þetta svo berast innan ferðamannaiðnaðarins á Íslandi. „Hingað til lands koma margir frægir og það væri sniðugt að fá þá til þess að „halda á brúnni milli heimsálfa“. Ég er viss um að þessi hefð gæti orðið mikilvæg fyrir Suðurnesin því hingað koma margir ferðamenn sem skoða Bláa lónið, ýmis söfn, verslanir og veitingahús. Þetta gæti orðið skemmtileg viðbót til þess að hvetja ferðamenn til að fara víðar um Reykjanesið,“ segir hinn hugmyndaríki Daniel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ferðamenn „styðja við“ skakka turninn í Pisa.

VF/Olga Björt