Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Saga Heiðu lætur engan ósnortinn
Mánudagur 18. ágúst 2014 kl. 10:40

Saga Heiðu lætur engan ósnortinn

Viðtal hefur vakið mikla aðdáun og athygli.

Keflvíkingurinn Bjarnheiður Hannesdóttir, eða Heiða, prýddi forsíðu Fréttablaðsins og á Vísi um helgina. Í einlægu viðtali segja Heiða og hennar nánustu frá því þegar hún fékk hjartastopp árið 2012 sem olli miklum heilaskaða. Heiða algjörlega ósjálfbjarga í dag og vildi segja sögu sína sem víti til varnaðar fyrir aðra. 

Viðtalið hefur vakið mikla athygli og viðbrögð, ef marka má deilingar og umsagnir á samfélagsmiðlum. Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að segja að með viðtalinu muni Heiða jafnvel bjarga heilsu og lífi einhverra, enda eru skilaboðin afar sterk: „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út!“ Sjálf glímdi Heiða við átröskun frá 18 ára aldri. Eins og fram kemur í viðalinu er Heiðu lýst sem afar jákvæðri og bjartsýnni konu sem veit hvað hún vill og bindur hún vonir við að mjög kostnaðarsöm stofnfrumuaðgerð á Indlandi geti haft góð áhrif á bata. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hlaupahópurinn Team Heiða hefur safnað mestum fjárframlögum í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og nálgast uppgæðin nú tvær milljónir. Framlögin munu renna óskipt í styrktarsjóð Heiðu Hannesar. 

Víkurfréttir senda Heiðu og fjölskyldu hennar góðar óskir.