Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stiller í stórsjó!
Frá kvikmyndatöku í Garðsjónum nú áðan. Stafnes KE í stórsjó. VF-myndir: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 27. september 2012 kl. 13:35

Stiller í stórsjó!

Nú eru kvikmyndagerðarmenn með Ben Stiller í fararbroddi í Garðsjónum að taka upp senur í kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. Nú er töluverð ókyrrð í Garðsjónum eða stórsjór á Hollywood-vísu.

Notast er við fiskiskipið Stafnes KE sem fer með hlutverk í myndinni en skipið er hrörlegt að sjá og hefur verið málað sem ryðdallur.

Fjölmarga báta frá björgunarsveitunum má sjá umhverfis Stafnesið í Garðsjónum. Bátarnir hafa allir verið leigðir til verkefnisins til að aðstoða við kvikmyndatökuna og til að gæta öryggis.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta nú áðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá kvikmyndatöku í Garðsjónum nú áðan.