Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stuttmyndakeppnin Sexan 2024 er hafin
Skjáskot úr stuttmynd Heiðarskóla sem lenti í öðru sæti Sexunnar á síðasta ári.
Mánudagur 22. janúar 2024 kl. 16:06

Stuttmyndakeppnin Sexan 2024 er hafin

Sexan er fræðsluverkefni sem ætlað er að fræða ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefni stuttmyndanna er tæling, nektarmynd, samþykki eða slagsmál ungmenna. Auk þess er opinn flokkur fyrir önnur mikilvæg málefni sem tólf til þrettán ára krökkum þykja mikilvægt að lyfta upp.

Kjarni verkefnisins er að ungt fólk fræði ungt fólk. Þau eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í daglegu lífi ungmenna. Verðlaunamyndirnar verða svo sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og getur þannig nýst þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum.

Sexan er nú haldin í annað sinn en í fyrra sendu 27 skólar yfir 50 stuttmyndir. Heiðarskóli í Reykjanesbæ hafnaði þá í öðru sæti en sigurvegari 2023 var Selásskóli með stuttmyndina Friend Request. Vinningsmyndirnar má finna bæði á YouTube-rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar: 112.is/sexan en þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina og góð ráð fyrir stuttmyndagerð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Í fyrra afhenti lögreglan unga fólkinu í Heiðarskóla vinning í stuttmyndasamkeppninni.

Stuttmyndirnar mega mest vera þrjár mínútur að lengd og hver skóli má mest senda þrjár stuttmyndir. Nemendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, kvikmyndatöku og eftirvinnslu. Nemendur af erlendum uppruna, hinsegin og fatlaðir nemendur eru sérstaklega hvattir til að taka þátt. Opið er fyrir innsendingar milli 8. til 28. janúar á vef 112.is/sexan. Dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar mun svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Formaður dómnefndar Sexunnar 2024 er kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Jana María, vef- og kynningarstjóri Neyðarlínunnar, [email protected].

Í spilurunum hér að neðan má sjá stuttmynd Heiðarskóla sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og kynningu á verkefninu Sexan.

Stuttmynd Heiðarskóla 2023

Kynning á Sexunni 2024