Hraungos á vondum stað getur valdið miklu tjóni en manntjón ólíklegt
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir það mikil tíðindi jarðfræðilega að Reykjanesskaginn sé farinn af stað. Á íbúafundi í Grindavík á fimmtudagskvöld fór hann yfir eldgosasögu Reykjanesskagans og áréttaði að engin hamfaragos geti átt sér stað á skaganum. Hraungos á vondum stað geti þó valdið miklu tjóni. Að eldgos á Reykjanesskaganum geti valdið manntjóni sagði hann mjög ólíklegt.
Í spilaranum hér að ofan má sjá erindi Magnúsar Tuma sem hann flutti á íbúafundinum.