Mikilvægasta virkjun HS Orku í Svartsengi
Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, segir virkjunina í Svartsengi vera mikilvægustu virkjun fyrirtækisins. Þaðan er dreift heitu og köldu vatni til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum, auk þess sem þar er framleitt rafmagn. „Svartsengi er mikilvægur innviðapunktur,“ sagði Kristinn á íbúafundinum sem haldinn var í Grindavík vegna óvissuástands almannavarna.
Hann sagði að HS Orka hafi gengið í gegnum mikinn lærdóm í fyrra þegar jarðskjálftahrina hófst 24. febrúar 2021 og yfir 50.000 jarðskjálftar urðu á svæðinu, þar af 60 yfir M4,0 og sá stærsti mældist M5,7. Kristinn sagði að vélbúnaður í Svartsengi hafi staðist þá áraun vel og engar alvarlega skemmdir hafi orðið á búnaði sem ógnað gætu rekstraröryggi virkjunarinnar. Þá hafi engar skemmdir orðið á borholum og í raun hafi jarðskjálftarnir haft jákvæð áhrif á jarðhitakerfið.
Í spilaranum hér að ofan má sjá erindi Kristins sem hann flutti á íbúafundinum.