Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Flugvél nauðlenti á golfvellinum í Vogum
Mynd af vettvangi þar sem sjá má þyrlu Landhelgisgæslunnar og vélina á hvolfi. Mynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Sunnudagur 29. júní 2014 kl. 17:05

Flugvél nauðlenti á golfvellinum í Vogum

Tveir sluppu ómeiddir

Flugvél með tvo innanaborðs nauðlenti á golfvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd nú fyrir skömmu. Þeir tveir sem voru innanborðs sluppu ómeiddir samkvæmt staðfestum heimildum Víkurfrétta og gengu óstuddir af vettvangi. Ekki er ljóst að svo stöddu hvers vegna flugvélin, sem er frá flugskóla Keilis, lenti á þessum stað.

Um borð í vélinni, sem er að gerðinni Diamond DA20 og er tveggja sæta vél, voru nemandi og kennari en þá sakaði ekki eins og áður segir. Nú þegar er unnið að rannsókn vegna orsaka slyssins en fulltrúar Keilis gátu ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum missti vélin mótur og náði flugmaður að nauðlenda vélinni við golfvöllinn í Vogunum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn og flutti farþega vélarinnar á sjúkrahús. Björgunarsveitarmenn voru einnig kallaðir til en sneru við þegar ljóst var að engin slys urðu á fólki.