Fréttir

Suðurnesjamaður ársins 2022 í Víkurfréttum vikunnar
Þriðjudagur 17. janúar 2023 kl. 19:41

Suðurnesjamaður ársins 2022 í Víkurfréttum vikunnar

Víkurfréttir kynna til leiks Suðurnesjamann ársins 2022 í blaði vikunnar. Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanes­apóteks, fær nafnbótina frá Víkurfréttum að þessu sinni. Hún er í viðtali í miðopnu blaðsins í dag.

Að vanda er blað vikunnar fjölbreytt og efnismikið. Rafræn útgáfa er hér að neðan en prentaðri útgáfu verður dreift um öll Suðurnes fyrir hádegi á miðvikudag. Blaðið má m.a. nálgast í öllum verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Krambúðinni og Kjörbúðinni.