Heklan
Heklan

Íþróttir

Kristinn Pálsson til Marist University
Kristinn Pálsson í Marist bolnum -mynd:karfan.is
Föstudagur 21. ágúst 2015 kl. 21:53

Kristinn Pálsson til Marist University

Einn efnilegasti leikmaður landsins á leið í háskólaboltann

Hinn 18 ára Kristinn Pálsson skrifaði í vikunni undir yfirlýsingu þess efnis að hann hyggðist nema við Marist háskólann í New York fylki. Samhliða náminu mun Kristinn leika körfuknattleik fyrir skólann en Kristinn þykir einn af efnilegri mönnum Íslands í dag.

Kristinn hefur undanfarin 2 ár leikið körfuknattleik samhliða námi hjá liði Stella Azzura á Ítalíu og var á leið heim að spila með liði Njarðvíkur í Domino´s deildinni í vetur þegar áhugi nokkurra háskóla fór að gera vart við sig eftir að kappinn hafði leikið vel með íslenska unglingalandsliðinu í Austurríki í sumar. 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í samtali við karfan.is sagði Kristinn að honum litist vel á skólann og á körfuboltaprógrammið. Draumur hans væri með þessu að rætast og að hann hefði ekki getað hugsað sér að sleppa þessu tækifæri. 

Marist háskólinn er í u.þ.b. klukkustundar fjarlægð frá New York borg og stendur á bökkum Hudson árinnar. Með kvennaliði skólans leikur annar Íslendingur, Haukakonan Lovísa Henningsdóttir og þá er Andy Johnston, sem þjálfaði karlalið Keflavíkur hér um árið, aðstoðarþjálfari liðsins.

VF jól 25
VF jól 25