Mánudagur 14. október 2024 kl. 10:20

Alltaf tími fyrir góðar sögur

Áhöfn og velunnarar safnskipsins Óðins kíktu suður í Garð og í braggann til Ásgeirs Hjálmarssonar í síðustu viku. Í bragganum er einstakt safn gamalla muna og meðal annars munir sem tengjast sögu Landhelgisgæslunnar.

Góðar sögur spretta fram við það eitt að sjá gamla ljósmynd og Ingólfur Kristmundsson vélstjóri mætti með eina af því þegar varðskipið Ægir strandaði á Selskeri úti fyrir Ingólfsfirði í desember 1971.

Sagan er í myndskeiðinu með fréttinni.