Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 30. október 2024 kl. 15:54

Allur aðbúnaður er fyrsta flokks

Ísfisktogarinn Hulda Björnsdóttir GK 11, sem útgerðarfélagið Þorbjörn í Grindavík lét smíða fyrir sig á Spáni, renndi í höfn í Grindavík á dögunum.

„Við fórum á fullt árið 2021 að þarfagreina hvernig skip við vildum, það var minna í upphafi en stækkaði á þróunartímanum og hönnun var klár í árslok 2021. Það var Sævar Birgisson hjá Skipasýn sem hannaði skipið sem er 58 metrar að lengd og 13,6 metrar að breidd. Það mun geta borið 700 kör sem hvert tekur 300 kíló, eða samtals 210 tonn,“ segir útgerðarstjórinn Hrannar Jón Emilsson, sem sýndi útsendurum Víkurfrétta skipið.

„Það var mikið lagt í alla hönnun á skipinu og allur aðbúnaður er fyrsta flokks,“ segir Hrannar jafnframt. Sjónvarpsinnslag um Huldu Björnsdóttur GK má sjá í spilaranum hér að ofan.