Áramótum fagnað í beinni
Íbúar í Innri-Njarðvík munu sjá heimsbyggðinni fyrir flugeldasýningu í beinni útsendingu um áramótin. Víkurfréttir hafa sett upp vefmyndavél í Reykjanesbæ sem horfir yfir til Innri-Njarðvíkur og mun vonandi ná að fanga flugeldaskothríð áramótanna.
Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár frá Víkurfréttum.