Mánudagur 11. nóvember 2024 kl. 17:58

Beint streymi frá kjördæmaþætti RÚV í Suðurkjördæmi

RÚV stendur fyrir kjördæmaþáttum um allt land og hér er streymi frá Suðurkjördæmi. Farið verður yfir helstu mál fyrir alþingiskosningar í sex, tæplega tveggja klukkustunda kjördæmaþáttum næstu vikurnar. Fyrsti þátturinn þar sem rætt verður við oddvita flokkanna sem bjóða fram í Suðurkjördæmi er í kvöld og hefst 18:10 og verður sendur út frá safnaðarheimili Grindavíkur. 
Anna Kristín Jónsdóttir og Freyr Gígja Gunnarsson ræða við efstu menn og þáttakendur verða:
B - Framsóknarflokkurinn - Halla Hrund Logadóttir,
C - Viðreisn - Guðbrandur Einarsson þingmaður
D - Sjálfstæðisflokkurinn - Guðrún Hafsteinsdóttir Dómsmálaráðherra
F - Flokkur fólksins - Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður
J - Sósíalistaflokkurinn - Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtimeistari og kennari
L - Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt - Elvar Eyvindsson, bóndi
M -Miðflokkurinn - Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri
P- Píratar - Týr Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður
S- Samfylkingin - Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
V -Vinstri hreyfingin - Grænt framboð - Hólmfríður Árnadóttir leikskólastjóri
Þátturinn er sendur út á Rás 2, í Sjónvarpi á RÚV2 og á vefnum. Næstu tvær vikur verður rætt við oddvita í hverju kjördæmanna sex á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli 18:10 og 20.