Breiðbandið á trúnó lætur allt flakka - ekki fyrir viðkvæma
Keflvíska gleðisveitin Breiðbandið var á trúnó í Bergi í Hljómahöll í febrúar. Mögulega var þetta síðasti viðburðurinn sem þessi 22 ára gamla hljómsveit tók þátt í.
Þríeykið í bandinu, Magnús, Ómar og Rúnar, er þekkt fyrir pabba-brandarana sína og skemmtilega texta í lögum.
Á trúnó lét Breiðbandið allt flakka og því er þessi upptaka mögulega ekki fyrir viðkvæma. Áhorfendur í sal virtust þó alls ekki viðkvæmir og eins og heyra má í upptökunni var mikið hlegið alla sýninguna.
Upptakan er gerð í samstarfi við Breiðbandið og Hljómahöll.