Föstudagur 28. mars 2025 kl. 18:34

Byggt um allan bæ í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Félagarnir Sigurgeir Jóhannsson og Magnús Guðmundsson hjá Reykjanes Investment eru gestir okkar í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Þeir standa að byggingu tveggja háhýsa við Pósthússtræti í Reykjanesbæ, eru að fara í skemmtilegt uppbyggingarverkefni við Hafnargötu 22-24 og einnig í 200 íbúða uppbyggingu í bryggjuhverfi í Grófinni.

Í þættinum sýnum við einnig frá verkefni sem nemandi frá Sandgerðisskóla í starfskynningu á Víkurfréttum vann.