Föstudagur 21. júní 2024 kl. 12:50

Dans, þjóðfáni og forseti bæjarstjórnar í Suðurnesjamagasíni

Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er til viðtals í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Við sýnum ykkur einnig nokkur dansatriði frá styrktarsýningu Danskompaní, en dansarar þaðan eru að fara á heimsmeistaramót í dansi. Þá sýnum við áhorfendum skemmtilegar myndir af þjóðfánanum á ferðalagi um Reykjanesbæ á þjóðhátíðardaginn.