Erum að vinna að bættu lífi fólks
Ragnheiður Elín Árnadóttir er í essinu sínu hjá OECD í París. Er að upplifa drauminn. Ísland með sterka ímynd í útlöndum. Tuttugu ár í pólitíkinni góð reynsla.
Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir kann því ekki illa að geta gengið tvær mínútur frá heimili sínu í París á matarmarkaðinn þar sem hún kaupir sér girnilegar nautasteikur, ferskan fisk, grænmeti, osta og fleira beint frá býli, og endar innkaupaferðina oft á því að bæta við blómvendi til að hafa í stofunni. Ragnheiður, Guðjón Ingi Guðjónsson, maður hennar og synirnir Helgi Matthías og Árni Þór að ógleymdum hundinum Lubba, fluttu til Parísar fyrir þremur árum þegar fyrrum ráðherrann og pólitíkus til tuttugu ára fékk starf hjá hinni merku stofnun, OECD, Efnahags- og framfarastofnuninni, þar sem hún stýrir einni af hennar undirstofnunum sem heitir OECD Development Centre. Ritstjóri Víkurfrétta heimsótti þau hjón til Parísar í vor og forvitnaðist um líf og fjör og nýtt starf Röggu í borginni frægu.
Gömul og merk stofnun
„OECD er skammstöfun á ensku fyrir Organisation for Economic Cooperation and Development og á íslensku heitir hún Efnahags- og framfarastofnunin. Þetta er rúmlega 60 ára gömul stofnun og ég veiti einni undirstofnun hennar forstöðu, OECD Development Centre, sem væri hægt að þýða á íslensku sem Þróunarmiðstöð OECD.
OECD hefur 38 aðildarríki og vinnur að stefnumótun, rannsóknum og efnahagsúttektum með það að markmiði að stuðla að og koma á umbótum í stefnumótun á stjórnsýslu á öllum sviðum, skattkerfi, menntun, nýsköpun, jafnrétti og öðru sem samfélagið varðar. Ég er að gera nákvæmlega það sama í minni undirstofnun, nema með víðtækara sjónarhorn þar sem aðildarríki okkar eru sambland af OECD ríkjum og þróunarlöndum. Í Development Centre eru 54 ríki, þar af 29 lönd frá Afríku, Asíu og Suður-Ameríku sem ekki eru OECD meðlimir. Þetta er ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Við erum í raun að vinna með flest allt sem snertir líf fólks.“
Hver er tilurð samtakanna, hvernig urðu þau til?
„OECD var stofnað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar þegar verið var að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt eftir stríðið. Ísland er meðal stofnaðila en þarna voru komin saman ríki sem vildu passa upp á grunngildin, frjáls viðskipti, lýðræði, efnahagslega þróun og vinna að leiðum til að setja mörk og gæðastaðla auk þess að fá þjóðir til þess að vinna saman að slíkum framfaramálum.
Stofnunin sem ég veiti forstöðu er stofnuð ári síðar að undirlagi John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseta sem vildi búa til vettvang fyrir þróuð ríki og þróunarlönd til þess að koma saman og ræða þessi sömu mál og OECD er að gera, nema meira út frá veruleika þróunarlanda. Þess vegna erum við svona eins og lítið OECD að vinna að sömu málunum en með fókusinn meira út frá stöðu þróunarlanda.“
Ragnheiður segir að stofnunin sé að mestu leyti í stefnumótum, að rýna umhverfismál, jafnréttismál, félagslega kerfið og fleira. „Ríkin læra hvort af öðru og með því er markmiðið að bæta og samræma stefnumótun um allan heim.“
Aðspurð um hvernig tengingu sé náð í þróunarlöndunum segir Ragnheiður að stofnunin sé með mjög sterkt net.
„Stjórn stofnunarinnar er skipuð fulltrúum allra 54 aðildarríkjanna þar sem allir hafa jafnan atkvæðisrétt, óháð þjóðartekjum eða fólksfjölda. Síðan vinnum við einnig með öðrum alþjóðastofnunum og ríkjasamtökum, eins og Afríkusambandinu (African Union) sem eru samtök 54 Afríkuþjóða, og Sameinuðu þjóðunum, einkaaðilum, félagasamtökum o.s.frv. og erum þannig í ákaflega góðu samstarfi við fjölmörga aðila út um allan heim.“
Þannig að þið náið tengingu við heimafólkið á sínum stað í gegnum þessa aðila?
„Já, við vinnum með ríkisstjórnum, ráðuneytum, ráðherrum og félagasamtökum á hverjum stað. Við gefum t.d. út árlegt efnahagsrit í hverri heimsálfu. Í S-Ameríku vinnum við t.d. að því riti með stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNECLAC, sem er staðsett í Chile og sérhæfir sig í málefnum er varða svæðið. Síðan skrifum við sérstakan kafla um hvert aðildarríki og sú vinna fer jafnan fram í samstarfi við heimamenn á hverjum stað.
Við vinnum einnig skýrslur um tiltekna málaflokka, erum t.d. með staðal um jafnréttismál sem heitir Social Institution and Gender Index sem er að mæla hvað það sé sem komi í veg fyrir að jafnrétti náist. Við mælum það sem ekki sést endilega, óskrifuð lög, gamlar hefðir eins og t.d að barnungar stúlkur geti gengið í hjónaband. Sem dæmi getum við hugsað okkur að ef ung stúlka á Fílabeinsströndinni vill verða forseti þá er það torsótt ef búið er að gifta hana 12 ára og hún kannski orðin ófrísk 13 ára, og þar með bannað að ganga í skóla. Hún fær ekki tækifæri til að mennta sig eða sinna sínum markmiðum. Hennar leið til að verða forseti er þannig mjög grýtt. Við erum t.d. að rannsaka þessa þætti og finna leiðir til að ryðja þessum hindrunum úr vegi með bættri stefnumótun. Við söfnum gögnum í 179 löndum og erum með tengiliði við stjórnvöld í hverju landi. Í öllum okkar verkefnum er öll áhersla á samstarf og samtal og því að læra hvert af öðru og til verður úrlausn byggð á allra bestu vitneskjunni.“
Vildi gera þetta sjálf
En hvernig fékkstu þetta starf?
„Það er nú einfalt að segja frá því. Ég sótti bara um. Fór í gegnum mikið umsóknarferli áður en ég komst í viðtal. Þetta var langt og strangt og í miðjum heimsfaraldri sem gerði það að verkum að mikið af þessu var unnið rafrænt. Ég þurfti að sjarmera tíu manna panel, skipuðum núverandi vinnufélögum mínum. Eftir það var ég kominn á stutta listann og það næsta sem ég fór í gegnum var sálfræðipróf, persónuleikapróf og alls konar æfingar, en að því loknu fékk ég afar ánægjulegt símtal frá Mathias Cormann, framkvæmdastjóra OECD, þann 15. júní 2021, þar sem hann bauð mér starfið.“
Voru margir sem vildu þetta starf?
„Það voru nærri því eitthundrað og fimmtíu ef ég man rétt.“
Þannig að það var enginn vinur þinn sem hringdi og benti á þig í starfið?
„Það var enginn sem hringdi fyrir mig eða var að lobbíera fyrir mig frá Íslandi. Ég gerði þetta að mínu frumkvæði. Ég var pínu þrjósk og ætlaði að ná þessu sjálf, vildi ekki einhverja aðstoð. Mig langaði einfaldlega að athuga hvort ég gæti gert þetta alein og sjálf. Og það tókst. Með þessu var draumur minn að rætast. Ég er orðin það sem ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Pólitíkin var nokkurs konar hliðarskref á ferlinum.“
En hjálpaði hún þér ekki í umsóknarferlinu, löng reynsla úr pólitíkinni og utanríkismálum?
„Klárlega og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta. Ég vissi alltaf hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Ég fór í mastersnám í utanríkisþjónustu og byrjaði að vinna hjá Útflutningsráði og ætlaði svo að reyna komast inn í utanríkisþjónustuna og verða sendiherra, einfalt plan. En svo er bara eins og John Lennon sagði, „life is what happens when you’re planning other things.“ Mér var mjög óvænt boðið starf sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, árið 1998 sem varð til þess að pólitíkin tók svo einfaldlega næstu tuttugu ár af ævi minni í alls konar hlutverkum, seinast sem þingmaður og ráðherra. Það sem er skemmtilegt við þetta er að finna hvað þessi reynsla sem ég öðlaðist við að vinna við stefnumótun sem þingmaður og í ráðuneytum á litla Íslandi, í utanríkismálanefnd og mikið í alþjóðastarfi í tengslum við NATO, hefur nýst mér vel í því sem ég er að gera núna. Þó ég sé að vinna með lönd sem ég hafði kannski bara lesið um, þá nýtist reynslan svo vel því á endanum erum við vinna með að bæta líf fólks með stefnumörkun og gera kerfið betra og skilvirkara. Og já, á endanum er það er sama hvort þú ert í Reykjavík eða Rúanda. Fólk er fólk alls staðar. Fólk vill það sama, öryggi, heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir börnin sín og tækifæri.Og það er það sem maður var að berjast við í pólitíkinni og það sem við erum að gera hér, bara á annan hátt. Það kemur mér t.d. skemmtilega á óvart hvað ég get oft tekið Ísland sem dæmi í mörgu því sem við erum að fjalla um. Orkuskipti er t.d. eitt af þeim málum og þá nefni ég oft hitaveituvæðinguna á Íslandi sem dæmi um mikilvægi góðrar stefnumótunar. Við fórum í græn orkuskipti upp úr 1970, áður en hugtakið græn orkuskipti var fundið upp, ekki vegna þess að við vissum allt betur en aðrir, heldur einfaldlega vegna þess að við þurftum þess þar sem við höfðum ekki efni á að flytja inn rándýra olía í olíukrísunni miklu. Þá vorum við sem betur fer með framsækna stjórnmálamenn og þá sem tóku ákvarðanir sem ruddu brautina fyrir hitaveituvæðingu. Þó Íslendingar séu alltaf bestir og frábærastir held ég að við höfum ekki endilega séð þetta fyrir. Við vorum bara að bregðast við krísu og redda okkur.“
Hvað geturðu sagt okkur um starfið og stofnunina í stórum dráttum?
„Hjá OECD vinna 4-5 þúsund manns. Í okkar stofnun eru 117 starfsmenn, meirihlutinn er með doktorspróf, miklir snillingar og sérfræðingar á sínu sviði, mikið hæfileikafólk. Ég er mjög stolt af mínu liði en þegar ég kom fyrst á staðinn sagði ég við fólkið mitt; ég er ekki sérfræðingur í þróunarmálum, en þið eruð það. Ég þarf ekki að vita hvert og eitt einasta smáatriði. Mitt hlutverk er að leiða þennan hóp, koma fram fyrir hans hönd og útskýra á mannamáli hvað við erum að gera auk þess sem að laga þurfti aðeins vinnulag innan stofnunarinnar. Mynda tengsl hér og þar og það kann ég. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og draumur að verða að veruleika.“
Tvær vikur í loftinu
Við sem fylgjum þér á samfélagsmiðlum sjáum að þú ert mikið á ferðinni.
„Já, ég er mjög mikið á ferðinni. Ætli ég sé ekki svona tvær vikur að jafnaði í burtu í mánuði. Þar sem samstarfsaðilar okkar eru margir mjög langt í burtu þá eru þetta löng og ströng ferðalög en oftast mjög stuttar ferðir. Ég fer stundum í sextán tíma ferðalag til Chile og er þar kannski bara í tólf tíma og kem svo aftur. Það er partur af mínu starfi að koma fram fyrir hönd Development Centre, en svo er ég oft líka beðin um af framkvæmdastjóra OECD að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar sjálfrar ef hann kemst ekki. Ég ferðast mikið til S-Ameríku, Asíu og til Afríkuríkja og kynni skýrslur og efnahagsáætlanir sem við gerum fyrir þau. Svo er partur af því sem ég geri þegar ég hitti fólk að leita kostunar á ýmsum verkefnum en við erum fjármögnuð með aðildagjöldum en þurfum líka að finna fjármögnun fyrir sérstök verkefni.“
Hvað er fólk almennt lengi í svona starfi?
„Við erum ráðin til þriggja ára í senn. Sá sem ég tók við hafði t.d verið í ellefu ár en þrjátíu ár hjá OECD. Ég er komin með endurnýjaðan samning til næstu þriggja ára og svo sjáum við bara til eftir það. Ég er ekkert endilega að segja að að ég sé á leiðinni heim.“
Þú hefur verið töluvert í útlöndum á þínum náms- og starfsferli.
„Ég hef bara alltaf einhvern veginn verið með mikla útþrá,þrátt fyrir auðvitað að vera mikill Keflvíkingur. Þegar ég var lítil bað ég um að fara í sveit. Ég fór síðan í Kvennaskólann í Reykjavík þegar kom að því að fara í framhaldsskóla, fór til útlanda sem skiptinemi og svo til Bandaríkjanna í háskólanám. Mig langaði að sjá heiminn og ég hef alltaf haft áhuga á alþjóðamálum og alþjóðapólitík. Þegar ég var hjá Útflutningsráði sem viðskiptafulltrúi í New York fannst mér ég vera í besta starfinu - að markaðssetja og kynna Ísland og íslenskar afurðir, en fékk að búa í New York. Það var frábært.“
Skemmtilegt í Georgetown
Þú fórst í Georgetown háskólann í Washington, hvernig var það?
„Það var algjörlega frábært. Eitt af því sem hefur mótað mig mikið sem manneskju, en við áttum einmitt 30 ára útskriftarafmæli í maí. Á þessum árum eignaðist ég hluta af mínum besta vinahóp utan Íslands. Við hittumst mjög oft og erum í miklum samskiptum..“
Einn af þessum góðvinum þínum og skólafélagi frá námsárunum var Felipe Spánarprins, núverandi konungur?
„Já, við erum góðir persónulegir vinir, og hann er hluti af þessum vinahópi sem ég nefndi. Ég hef ekki mikið verið að tala um okkar vinskap í gegnum tíðina. Hann er sjálfur farinn að gera það og kom til dæmis nýlega í heimsókn til OECD og sagði frá þessu litla leyndarmáli okkar þegar hann ávarpaði fulltrúa aðildarríkjanna. Hann kom í skólann ári á eftir mér, þetta var tveggja ára nám. Vinahópurinn er úr báðum árgöngunum og við einhvern veginn smullum saman frá fyrsta degi. Við hittumst oft á ári við alls konar tilefni, þau komu öll til Parísar í 55 ára afmælið mitt fyrir tveimur árum og skemmtu sér vel með íslenskum vinum og vandamönnum.“
En það hlýtur að vera sérstakt að eiga svona vin, er það ekki?
„Já, en veistu að maður hugsar ekki þannig. Hann er bara einstaklega góður maður, góður vinur og er að standa sig mjög vel. Við kynntumst honum sem skólafélaga og það er það sem er fallegt við okkar vinahóp að þegar við hittumst getum við aftur orðið sömu villingarnir eins og við vorum stundum í skólanum. Þetta er orðið þrjátíu ára vinasamband og við, allir hans skólafélagar og vinir pössum upp á trúnaðinn, höfum ekki verið að birta myndir eða slíkt og hann getur bara verið hann sjálfur í kringum okkur án þess að nokkur fari að gera eitthvað í því.“
Ertu oft spurð um Ísland?
„Það er svo sérstakt og gaman að ég er mikið spurð út í landið. Umtalið um Ísland er mjög gott og fólk er áhugasamt um landið. Ég get sagt þér sem dæmi að 93 ára gamall fyrrverandi utanríkisráðherra Úrúgvæ, formaður stjórnar þróunarbanka S-Ameríku og mikill vinur stofnunarinnar sem ég vinn hjá, sagði við mig eitt sinn þegar við hittumst yfir málsverði í Madríd: Ragga, ég verð að komast til Íslands. Það er eina landið í Evrópu sem ég hef ekki komið til. Og ég sagði, ekki málið, endilega drífðu þig og ég skal vera einka leiðsögumaður fyrir þig! Stuttu seinna kom kappinn til Íslands og ég keyrði með hann um fimm þúsund kílómetra um landið okkar.“
Ímynd Íslands, hvernig meturðu hana nú þegar þú ert að starfa hjá stofnun sem er í alþjóðamálum. Finnst þér Ísland standa sterkt?
„Algerlega. Á velflestum mælikvörðum stöndum við afar sterkt. Svo eru þættir eins og hin víðfræga Pisa könnun sem er svo oft til umræðu, þar sem við getum vissulega gert betur. En eins og ég segi, á öllum helstu mælikvörðum sem OECD er að mæla og verið er að bera saman ólík lönd, erum við nær alltaf ofarlega. Þess vegna er gott að koma sér út úr umræðunni heima, sem getur verið góð og uppbyggileg, en þegar maður horfir á hana utanfrá þá er oft eins og umræðan sé þannig að það sé allt á vonarvöl á Íslandi og meiri áhersla lögð á að skoða neikvæða þætti heldur en hitt. Þegar maður ber saman lífsgæði landa þvert á skalann frá þeim bestu til fátækustu landanna þá sér maður auðvitað að þetta er ekki rétt. Þannig að það hryggir mann að horfa á að við getum ekki sameinast um það að taka höndum saman og færa okkur fram. Ég er búinn að upplifa þetta í pólitíkinni heima, vera bæði í stjórn og í stjórnaraðstöðu.
Gömul og merk stofnun
„OECD er skammstöfun á ensku fyrir Organisation for Economic Cooperation and Development og á íslensku heitir hún Efnahags- og framfarastofnunin. Þetta er rúmlega 60 ára gömul stofnun og ég veiti einni undirstofnun hennar forstöðu, OECD Development Centre, sem væri hægt að þýða á íslensku sem Þróunarmiðstöð OECD.
OECD hefur 38 aðildarríki og vinnur að stefnumótun, rannsóknum og efnahagsúttektum með það að markmiði að stuðla að og koma á umbótum í stefnumótun á stjórnsýslu á öllum sviðum, skattkerfi, menntun, nýsköpun, jafnrétti og öðru sem samfélagið varðar. Ég er að gera nákvæmlega það sama í minni undirstofnun, nema með víðtækara sjónarhorn þar sem aðildarríki okkar eru sambland af OECD ríkjum og þróunarlöndum. Í Development Centre eru 54 ríki, þar af 29 lönd frá Afríku, Asíu og Suður-Ameríku sem ekki eru OECD meðlimir. Þetta er ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Við erum í raun að vinna með flest allt sem snertir líf fólks.“
Hver er tilurð samtakanna, hvernig urðu þau til?
„OECD var stofnað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar þegar verið var að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt eftir stríðið. Ísland er meðal stofnaðila en þarna voru komin saman ríki sem vildu passa upp á grunngildin, frjáls viðskipti, lýðræði, efnahagslega þróun og vinna að leiðum til að setja mörk og gæðastaðla auk þess að fá þjóðir til þess að vinna saman að slíkum framfaramálum.
Stofnunin sem ég veiti forstöðu er stofnuð ári síðar að undirlagi John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseta sem vildi búa til vettvang fyrir þróuð ríki og þróunarlönd til þess að koma saman og ræða þessi sömu mál og OECD er að gera, nema meira út frá veruleika þróunarlanda. Þess vegna erum við svona eins og lítið OECD að vinna að sömu málunum en með fókusinn meira út frá stöðu þróunarlanda.“
Ragnheiður segir að stofnunin sé að mestu leyti í stefnumótum, að rýna umhverfismál, jafnréttismál, félagslega kerfið og fleira. „Ríkin læra hvort af öðru og með því er markmiðið að bæta og samræma stefnumótun um allan heim.“
Aðspurð um hvernig tengingu sé náð í þróunarlöndunum segir Ragnheiður að stofnunin sé með mjög sterkt net.
„Stjórn stofnunarinnar er skipuð fulltrúum allra 54 aðildarríkjanna þar sem allir hafa jafnan atkvæðisrétt, óháð þjóðartekjum eða fólksfjölda. Síðan vinnum við einnig með öðrum alþjóðastofnunum og ríkjasamtökum, eins og Afríkusambandinu (African Union) sem eru samtök 54 Afríkuþjóða, og Sameinuðu þjóðunum, einkaaðilum, félagasamtökum o.s.frv. og erum þannig í ákaflega góðu samstarfi við fjölmörga aðila út um allan heim.“
Þannig að þið náið tengingu við heimafólkið á sínum stað í gegnum þessa aðila?
„Já, við vinnum með ríkisstjórnum, ráðuneytum, ráðherrum og félagasamtökum á hverjum stað. Við gefum t.d. út árlegt efnahagsrit í hverri heimsálfu. Í S-Ameríku vinnum við t.d. að því riti með stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNECLAC, sem er staðsett í Chile og sérhæfir sig í málefnum er varða svæðið. Síðan skrifum við sérstakan kafla um hvert aðildarríki og sú vinna fer jafnan fram í samstarfi við heimamenn á hverjum stað.
Við vinnum einnig skýrslur um tiltekna málaflokka, erum t.d. með staðal um jafnréttismál sem heitir Social Institution and Gender Index sem er að mæla hvað það sé sem komi í veg fyrir að jafnrétti náist. Við mælum það sem ekki sést endilega, óskrifuð lög, gamlar hefðir eins og t.d að barnungar stúlkur geti gengið í hjónaband. Sem dæmi getum við hugsað okkur að ef ung stúlka á Fílabeinsströndinni vill verða forseti þá er það torsótt ef búið er að gifta hana 12 ára og hún kannski orðin ófrísk 13 ára, og þar með bannað að ganga í skóla. Hún fær ekki tækifæri til að mennta sig eða sinna sínum markmiðum. Hennar leið til að verða forseti er þannig mjög grýtt. Við erum t.d. að rannsaka þessa þætti og finna leiðir til að ryðja þessum hindrunum úr vegi með bættri stefnumótun. Við söfnum gögnum í 179 löndum og erum með tengiliði við stjórnvöld í hverju landi. Í öllum okkar verkefnum er öll áhersla á samstarf og samtal og því að læra hvert af öðru og til verður úrlausn byggð á allra bestu vitneskjunni.“
Vildi gera þetta sjálf
En hvernig fékkstu þetta starf?
„Það er nú einfalt að segja frá því. Ég sótti bara um. Fór í gegnum mikið umsóknarferli áður en ég komst í viðtal. Þetta var langt og strangt og í miðjum heimsfaraldri sem gerði það að verkum að mikið af þessu var unnið rafrænt. Ég þurfti að sjarmera tíu manna panel, skipuðum núverandi vinnufélögum mínum. Eftir það var ég kominn á stutta listann og það næsta sem ég fór í gegnum var sálfræðipróf, persónuleikapróf og alls konar æfingar, en að því loknu fékk ég afar ánægjulegt símtal frá Mathias Cormann, framkvæmdastjóra OECD, þann 15. júní 2021, þar sem hann bauð mér starfið.“
Voru margir sem vildu þetta starf?
„Það voru nærri því eitthundrað og fimmtíu ef ég man rétt.“
Þannig að það var enginn vinur þinn sem hringdi og benti á þig í starfið?
„Það var enginn sem hringdi fyrir mig eða var að lobbíera fyrir mig frá Íslandi. Ég gerði þetta að mínu frumkvæði. Ég var pínu þrjósk og ætlaði að ná þessu sjálf, vildi ekki einhverja aðstoð. Mig langaði einfaldlega að athuga hvort ég gæti gert þetta alein og sjálf. Og það tókst. Með þessu var draumur minn að rætast. Ég er orðin það sem ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Pólitíkin var nokkurs konar hliðarskref á ferlinum.“
En hjálpaði hún þér ekki í umsóknarferlinu, löng reynsla úr pólitíkinni og utanríkismálum?
„Klárlega og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta. Ég vissi alltaf hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Ég fór í mastersnám í utanríkisþjónustu og byrjaði að vinna hjá Útflutningsráði og ætlaði svo að reyna komast inn í utanríkisþjónustuna og verða sendiherra, einfalt plan. En svo er bara eins og John Lennon sagði, „life is what happens when you’re planning other things.“ Mér var mjög óvænt boðið starf sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, árið 1998 sem varð til þess að pólitíkin tók svo einfaldlega næstu tuttugu ár af ævi minni í alls konar hlutverkum, seinast sem þingmaður og ráðherra. Það sem er skemmtilegt við þetta er að finna hvað þessi reynsla sem ég öðlaðist við að vinna við stefnumótun sem þingmaður og í ráðuneytum á litla Íslandi, í utanríkismálanefnd og mikið í alþjóðastarfi í tengslum við NATO, hefur nýst mér vel í því sem ég er að gera núna. Þó ég sé að vinna með lönd sem ég hafði kannski bara lesið um, þá nýtist reynslan svo vel því á endanum erum við vinna með að bæta líf fólks með stefnumörkun og gera kerfið betra og skilvirkara. Og já, á endanum er það er sama hvort þú ert í Reykjavík eða Rúanda. Fólk er fólk alls staðar. Fólk vill það sama, öryggi, heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir börnin sín og tækifæri.Og það er það sem maður var að berjast við í pólitíkinni og það sem við erum að gera hér, bara á annan hátt. Það kemur mér t.d. skemmtilega á óvart hvað ég get oft tekið Ísland sem dæmi í mörgu því sem við erum að fjalla um. Orkuskipti er t.d. eitt af þeim málum og þá nefni ég oft hitaveituvæðinguna á Íslandi sem dæmi um mikilvægi góðrar stefnumótunar. Við fórum í græn orkuskipti upp úr 1970, áður en hugtakið græn orkuskipti var fundið upp, ekki vegna þess að við vissum allt betur en aðrir, heldur einfaldlega vegna þess að við þurftum þess þar sem við höfðum ekki efni á að flytja inn rándýra olía í olíukrísunni miklu. Þá vorum við sem betur fer með framsækna stjórnmálamenn og þá sem tóku ákvarðanir sem ruddu brautina fyrir hitaveituvæðingu. Þó Íslendingar séu alltaf bestir og frábærastir held ég að við höfum ekki endilega séð þetta fyrir. Við vorum bara að bregðast við krísu og redda okkur.“
Hvað geturðu sagt okkur um starfið og stofnunina í stórum dráttum?
„Hjá OECD vinna 4-5 þúsund manns. Í okkar stofnun eru 117 starfsmenn, meirihlutinn er með doktorspróf, miklir snillingar og sérfræðingar á sínu sviði, mikið hæfileikafólk. Ég er mjög stolt af mínu liði en þegar ég kom fyrst á staðinn sagði ég við fólkið mitt; ég er ekki sérfræðingur í þróunarmálum, en þið eruð það. Ég þarf ekki að vita hvert og eitt einasta smáatriði. Mitt hlutverk er að leiða þennan hóp, koma fram fyrir hans hönd og útskýra á mannamáli hvað við erum að gera auk þess sem að laga þurfti aðeins vinnulag innan stofnunarinnar. Mynda tengsl hér og þar og það kann ég. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og draumur að verða að veruleika.“
Tvær vikur í loftinu
Við sem fylgjum þér á samfélagsmiðlum sjáum að þú ert mikið á ferðinni.
„Já, ég er mjög mikið á ferðinni. Ætli ég sé ekki svona tvær vikur að jafnaði í burtu í mánuði. Þar sem samstarfsaðilar okkar eru margir mjög langt í burtu þá eru þetta löng og ströng ferðalög en oftast mjög stuttar ferðir. Ég fer stundum í sextán tíma ferðalag til Chile og er þar kannski bara í tólf tíma og kem svo aftur. Það er partur af mínu starfi að koma fram fyrir hönd Development Centre, en svo er ég oft líka beðin um af framkvæmdastjóra OECD að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar sjálfrar ef hann kemst ekki. Ég ferðast mikið til S-Ameríku, Asíu og til Afríkuríkja og kynni skýrslur og efnahagsáætlanir sem við gerum fyrir þau. Svo er partur af því sem ég geri þegar ég hitti fólk að leita kostunar á ýmsum verkefnum en við erum fjármögnuð með aðildagjöldum en þurfum líka að finna fjármögnun fyrir sérstök verkefni.“
Hvað er fólk almennt lengi í svona starfi?
„Við erum ráðin til þriggja ára í senn. Sá sem ég tók við hafði t.d verið í ellefu ár en þrjátíu ár hjá OECD. Ég er komin með endurnýjaðan samning til næstu þriggja ára og svo sjáum við bara til eftir það. Ég er ekkert endilega að segja að að ég sé á leiðinni heim.“
Þú hefur verið töluvert í útlöndum á þínum náms- og starfsferli.
„Ég hef bara alltaf einhvern veginn verið með mikla útþrá,þrátt fyrir auðvitað að vera mikill Keflvíkingur. Þegar ég var lítil bað ég um að fara í sveit. Ég fór síðan í Kvennaskólann í Reykjavík þegar kom að því að fara í framhaldsskóla, fór til útlanda sem skiptinemi og svo til Bandaríkjanna í háskólanám. Mig langaði að sjá heiminn og ég hef alltaf haft áhuga á alþjóðamálum og alþjóðapólitík. Þegar ég var hjá Útflutningsráði sem viðskiptafulltrúi í New York fannst mér ég vera í besta starfinu - að markaðssetja og kynna Ísland og íslenskar afurðir, en fékk að búa í New York. Það var frábært.“
Skemmtilegt í Georgetown
Þú fórst í Georgetown háskólann í Washington, hvernig var það?
„Það var algjörlega frábært. Eitt af því sem hefur mótað mig mikið sem manneskju, en við áttum einmitt 30 ára útskriftarafmæli í maí. Á þessum árum eignaðist ég hluta af mínum besta vinahóp utan Íslands. Við hittumst mjög oft og erum í miklum samskiptum..“
Einn af þessum góðvinum þínum og skólafélagi frá námsárunum var Felipe Spánarprins, núverandi konungur?
„Já, við erum góðir persónulegir vinir, og hann er hluti af þessum vinahópi sem ég nefndi. Ég hef ekki mikið verið að tala um okkar vinskap í gegnum tíðina. Hann er sjálfur farinn að gera það og kom til dæmis nýlega í heimsókn til OECD og sagði frá þessu litla leyndarmáli okkar þegar hann ávarpaði fulltrúa aðildarríkjanna. Hann kom í skólann ári á eftir mér, þetta var tveggja ára nám. Vinahópurinn er úr báðum árgöngunum og við einhvern veginn smullum saman frá fyrsta degi. Við hittumst oft á ári við alls konar tilefni, þau komu öll til Parísar í 55 ára afmælið mitt fyrir tveimur árum og skemmtu sér vel með íslenskum vinum og vandamönnum.“
En það hlýtur að vera sérstakt að eiga svona vin, er það ekki?
„Já, en veistu að maður hugsar ekki þannig. Hann er bara einstaklega góður maður, góður vinur og er að standa sig mjög vel. Við kynntumst honum sem skólafélaga og það er það sem er fallegt við okkar vinahóp að þegar við hittumst getum við aftur orðið sömu villingarnir eins og við vorum stundum í skólanum. Þetta er orðið þrjátíu ára vinasamband og við, allir hans skólafélagar og vinir pössum upp á trúnaðinn, höfum ekki verið að birta myndir eða slíkt og hann getur bara verið hann sjálfur í kringum okkur án þess að nokkur fari að gera eitthvað í því.“
Ertu oft spurð um Ísland?
„Það er svo sérstakt og gaman að ég er mikið spurð út í landið. Umtalið um Ísland er mjög gott og fólk er áhugasamt um landið. Ég get sagt þér sem dæmi að 93 ára gamall fyrrverandi utanríkisráðherra Úrúgvæ, formaður stjórnar þróunarbanka S-Ameríku og mikill vinur stofnunarinnar sem ég vinn hjá, sagði við mig eitt sinn þegar við hittumst yfir málsverði í Madríd: Ragga, ég verð að komast til Íslands. Það er eina landið í Evrópu sem ég hef ekki komið til. Og ég sagði, ekki málið, endilega drífðu þig og ég skal vera einka leiðsögumaður fyrir þig! Stuttu seinna kom kappinn til Íslands og ég keyrði með hann um fimm þúsund kílómetra um landið okkar.“
Ímynd Íslands, hvernig meturðu hana nú þegar þú ert að starfa hjá stofnun sem er í alþjóðamálum. Finnst þér Ísland standa sterkt?
„Algerlega. Á velflestum mælikvörðum stöndum við afar sterkt. Svo eru þættir eins og hin víðfræga Pisa könnun sem er svo oft til umræðu, þar sem við getum vissulega gert betur. En eins og ég segi, á öllum helstu mælikvörðum sem OECD er að mæla og verið er að bera saman ólík lönd, erum við nær alltaf ofarlega. Þess vegna er gott að koma sér út úr umræðunni heima, sem getur verið góð og uppbyggileg, en þegar maður horfir á hana utanfrá þá er oft eins og umræðan sé þannig að það sé allt á vonarvöl á Íslandi og meiri áhersla lögð á að skoða neikvæða þætti heldur en hitt. Þegar maður ber saman lífsgæði landa þvert á skalann frá þeim bestu til fátækustu landanna þá sér maður auðvitað að þetta er ekki rétt. Þannig að það hryggir mann að horfa á að við getum ekki sameinast um það að taka höndum saman og færa okkur fram. Ég er búinn að upplifa þetta í pólitíkinni heima, vera bæði í stjórn og í stjórnaraðstöðu og skil þetta því að sumu leyti. En þegar maður sér hlutina í stærra samhengi þá blasir við að við erum í góðum málum.“
Aldrei meiri Íslendingur
Það er ekki hægt að mæta til Paríasar öðruvísi en að ræða veðrið við okkar konu sem er uppalin í „sönní KEF“ en þar er lognið oft á meiri ferð en í miðri Evrópu. Hún viðurkennir að veðrið sé mun betra en Keflavíkurrætur hennar eru sterkar.
„Það toppar náttúrulega ekkert Keflavík og við tvö getum alltaf verið sammála um það,“ segir Ragnheiður og brosir sínu breiðasta, „en þegar maður flytur til útlanda verður maður aldrei meiri Íslendingur. Maður saknar hluta á Íslandi þegar maður er í burtu en að sama skapi saknar maður einhvers annars þegar maður er á Íslandi. Fyrir okkur fjölskylduna var þetta ótrúlega góður tímapunktur að fara til annars lands og við vorum mjög tilbúin í það. Þetta hefur gengið rosalega vel og allir eru mjög ánægðir í París.“
Ragnheiður segir að þau hafi verið mjög heppin með að Guðjón maður hennar sem starfar hjá íslensku fyrirtæki, getur sinnt því ytra. Hann er með skrifstofu á heimili þeirra sem er mjög gott því hún sé mikið á ferðinni. Þá séu synirnir ánægðir hvor á sínum stað, báðir í skóla í París. „Árni Þór, sá eldri er í kvikmyndaskóla og mun útskrifast með BA í kvikmyndagerð næsta vor og Helgi Matthías, sá yngri er í American School of Paris sem er frábær skóli og hann er að blómstra þar. Það sagði mér einu sinni góður maður að maður geti aldrei verið hamingjusamari en óhamingjusamasta barnið sitt þannig að ég er mjög hamingjusöm.“
En þá aðeins að pólitíkinni á þínum starfsferli. Þú hættir í henni frekar óvænt eftir að hafa ekki náð þeim árangri sem þú vildir í prófkjöri á sama tíma og þú varst ráðherra.
„Já, ég tók bara þau skilaboð frá kjósendum í Suðurkjördæmi alvarlega alveg eins og ég hafði fagnað stuðningi í þremur prófkjörum áður. Þegar ég náði ekki þeim árangri sem stefnt var fannst mér rétt að stíga til hliðar og þessum kafla í mínu lífi væri lokið. Auðvitað á þeim tíma vildi ég að þetta hefði farið öðruvísi en núna þegar ég lít til baka þá er þetta bara enn eitt púsluspilið í lífspúsluspilinu. Þetta var mikið at í tuttugu ár. Eftir það komu svo nokkur rólegri ár þar sem ég sinnti mörgum áhugaverðum verkefnum sem ég valdi sjálf. Ég var vann t.d. að evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni sem haldin var á Íslandi og fyrir norrænu ráðherranefndina við að skoða hvort það væri fýsilegt að gera sameiginlega norræna ferðamálastefnu. Svo vann ég hjá áhugaverðu nýsköpunarfyrirtæki sem stefndi að framleiðslu battería úr áli, svo eitthvað sé nefnt. Flest átti það sameiginlegt að snúa að þeim málaflokkum sem ég hafði verið að vinna með í mínu ráðuneyti. Á þessum tíma þurfti pabbi minn mikið á mér og fjölskyldunni að halda. Ég réð tíma mínum mikið sjálf og hafði tíma til að skoða í kringum mig. Þannig að þegar þetta tækifæri kom í París var ég tilbúin í það og að fara aftur í atið og annríkið sem ég þekkti úr pólitíkinni. En auðvitað hefði ég auðvitað vilja rústa prófkjörinu og það er svona eitt og annað sem hefði mátt fara betur í því og er kannski seinni tíma saga en ég er ótrúlega sátt í dag. Ég vil þó taka það skýrt fram að þrátt fyrir hversu oft það er talað illa um hana - þá er hún auðvitað mikilvæg, skemmtileg og krefjandi og það sem henni fylgir er oft það mest gefandi sem maður gerir. Þegar ég horfi til dæmis stolt til baka á þann tíma þegar ég var aðstoðarmaður fjármálaráðherra í fjármálaráðuneytinu, var eitt af mínum fyrstu verkefnunum að koma að og leiða að miklu leyti breytingar á fæðingarorlofs lögunum sem tóku gildi árið 2001. Ég var nýlega með erindi um jafnréttismál þar sem Ísland er alltaf á toppnum og ég vil meina að þetta hafi verið eitt af stóru skrefunum hjá okkur. Það er gaman að hafa verið þátttakandi í þessu mikilvæga máli og svona hlutir toppa öll leiðindin í pólitíkinni.“
Ekki aftur í pólitík
Fylgistu vel með pólitíkinni heima og geturðu hugsað þér að snúa aftur í hana einhvern tíma?
„Ég fylgist ágætlega vel með úr fjarlægð en ég skipti mér ekkert af. Ég ákvað það fyrir löngu að hætta alveg þegar ég hætti og leyfa því fólki sem er í þessu núna að taka sínar ákvarðanir án minna afskipta. Mér leiddist á sínum tíma þegar fyrrum stjórnmálamenn voru oft með of mikil afskipti af málum og vildu sífellt vera að koma sínum skoðunum á framfæri - og ákvað að gera það ekki sjálf. Auðvitað hef ég skoðanir en ég er ekki að koma þeim á framfæri t.d. á samfélagsmiðlum eða blanda mér í mál. Þegar þú spyrð hvort ég gæti hugsað mér að fara aftur í stjórnmálin, þá er stundum sagt að maður eigi aldrei að segja aldrei en nei, ég á ekki von á því. Ég er hæstánægð þar sem ég er og vil frekar halda áfram í því sem ég er að gera núna, sagði Ragnheiður að lokum.“
„Fjölskyldumynd“ fyrir utan höfuðstöðvar OECD eftir vel heppnaða ráðstefnu Development Centre.
Synirnir Árni Þór og Helgi Matthías eru ánægðir í París.
Með Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og samstarfskonum frá OECD á Reykjavík Global Forum 2023.
Á skrifstofunni í París.
Litlar vínbúðir eru víða í París, oft lítil fjölskyldufyrirtæki.
Í sjónvarpsviðtali við CNN í Chile.
Ragnheiður ráðherra er hér í heimsókn hjá Víkurfréttum með Árna Sigfússyni, þáverandi bæjarstjóra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra.