Mánudagur 28. apríl 2025 kl. 14:51

Fimmtíu árum fagnað hjá HS Veitum

Afmælisfögnuður HS Veitna fór fram í Stapa á dögunum þar sem tekið var á móti tæplega tvö hundruð manns sem fögnuðu með fyrirtækinu á þessum merku tímamótum.

Auk fyrirlestra var sýning á ýmsum munum sem viðkoma starfseminni bæði nú og frá fyrri tíð. 

Nánar var fjallað um afmælishátíðina í Suðurnesjamagasíni. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Á myndinni að ofan tekur Páll Erland, forstjóri HS Veitna, á móti Alberti Albertssyni, sem til margra ára var einn helsti hugmyndasmiður hitaveitunnar.