Flogið yfir glóandi hraunið sem flæðir yfir varnargarða í Svartsengi
Eins og við greindum frá fyrr í nótt tók hraun að flæða yfir varnargarða við Svartsengi í gærkvöldi. Hrauntungurnar eru ennþá langt frá mikilvægum innviðum og ógna þeim ekki sem stendur.
Myndatökumaður Víkurfrétta flaug dróna yfir vettvanginn við Svartsengi þar sem sjá má glóandi hrauntungurnar og hvar menn á stórvirkum vinnuvélum vinna að vörnum á svæðinu. Þá er slökkvilið að dæla vatni á glóandi hraunið til að reyna að hefta framrás þess.