Flugeldasýningin sprakk í loft upp á einni mínútu
Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum hélt stórglæsilega flugeldasýningu á fjölskylduhátíðinin í Vogum. Sýningin stóð reyndar stutt þar sem flestir flugeldarnir fóru upp á um einni mínútu. Á meðan skothríðinni stóð var mikið sjónarspil.
Í færslu á fésbókinni eftir flugeldasýninguna kom tilkynning frá Skyggni:
„Kæru vinir!
Við þökkum kærlega fyrir frábæra skemmtun í kvöld! Þið voruð frábær, því miður kom upp bilun í búnaði til að sprengja flugeldana og biðjumst við velvirðingar á því að ekki fór eins og við vildum en við vonum að þið fyrirgefið okkur þetta, við komum tvíefld á næsta ári! Takk fyrir okkur!“
Tilkynningin endar svo á ósk um að ef einhver á myndskeið af sýningunni að senda það til sveitarinnar.
Myndatökumaður Víkurfrétta var með dróna á lofti yfir sýningarsvæðinu og myndaði herlegheitin og má sjá myndskeiðið í spilaranum hér að ofan.