Sunnudagur 11. ágúst 2024 kl. 20:30

Getum séð tugi stjörnuhrapa á klukkustund í kvöld

Myndalegur loftsteinn náðist á mynd í beinu streymi Víkurfrétta seint í gærkvöldi. Sævar Helgi Bragason, oftast nefndur Störnu-Sævar, segir að stjarnan hafi líklegast verið ísögn úr loftsteinadrífunni Persítar.

Stutt myndskeið af stjörnuhrapinu hefur þegar fengið tugþúsunda áhorf á fésbók Víkurfrétta.

Persítar draga nafn sitt af stjörnumerkinu Perseifi. Þeir ná hámarki 12. ágúst og má þá búast við því að sjá nokkra tugi stjörnuhrapa á klukkustund við bestu aðstæður. Á Íslandi er þó enn rökkur þegar dimmast er um klukkan 01 að nóttu svo einungis björtustu stjörnuhröpin munu sjást.

Drífan er virk frá miðjum júlí og fram í seinni hluta ágúst.

Drífuna má rekja til ísagna sem halastjarnan 109P/Swift-Tuttle hefur skilið eftir á ferðalagi sínu um sólina. Þegar stærri ísagnir skella á andrúmsloftinu okkar á ógnarhraða, um 59 km/s, gætu sést vígahnettir. Það er alveg þess virði að líta eftir þeim.

Nánar má lesa um málið hér

Loftsteinninn sem Víkurfréttir náðu á mynd. Hann ferðast á 56 km. hraða á sekúndu!