Gosstöðvarnar vaktaðar - Beint streymi
Vefmyndavél Víkurfrétta er komin í streymi frá höfuðstöðvum blaðsins í Krossmóa í Reykjanesbæ. Vélinni er beint að upptökum flestra þeirra eldgosa sem orðið hafa á Sundhnúkagígaröðinni frá því hrina eldgosa hófst þar 18. desember 2023. Líkur á kvikuhlaupi og/eða eldgosi fara vaxandi en GPS-mælar sýna landris í Svartsengi og nágrenni.