Húsagerðin með glæsiíbúðir í háhýsi við Keflavíkurhöfn
Húsagerðin kynnir um þessar mundir nýtt háhýsi með 18 fullbúnum íbúðum við Víkurbraut 15 í Keflavík en fyrirtækið byggði sambærilegt hús við Keflavíkuhöfn fyrir um áratug síðan. „Þetta er án efa vönduðustu íbúðir sem við höfum byggt,“ segir Áskell Agnarsson, framkvæmdastjóri Húsagerðarinnar, en fyrirtækið vantar tvö ár í hálfrar aldar afmælið.
Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir, 108, 112 og 132 ferm. að stærð.
Áskell stofnaði fyrirtækið árið 1972 ásamt fleirum en er einn eigandi þess í dag. Sjónvarp Víkurfrétta hitti Áskel og ræddi við hann um nýju íbúðrnar en hann fer líka stuttlega yfir söguna í byggingageiranum á Suðurnesjum en þegar mest var byggði Húsagerðin fimmtíu íbúðir á ári. Íbúðirnar við Víkurbraut eru sérlega glæsilegar, með veglegum innréttingum og gólfefnum ásamt heimilistækjum. Agnar fékk Keflvíkinginn Jón og arkitektinn Stefán Einarsson hjá JeES til að hafa yfirumsjón með innanhúsarkitektúr íbúðanna.
Hægt er að sjá nánar um íbúðirnar á husagerdin.is
Áskell Agnarsson í einni íbúðinni við Víkurbraut 17 í Keflavík. VF-myndir/pket.