Húsfyllir þegar keflvískar æskusögur voru sagðar á Garðskaga
Húsfyllir var á Sagnastund á Garðskaga síðasta laugardag þar sem þrír Keflvíkingar mættu og sögðu sögur frá bernskuárum sínum í Keflavík upp úr miðri síðustu öld.
Það voru þau Eiríkur Hermannsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Jónas Ragnarsson sem sögðu sögur frá uppvaxtarárum sínum í Keflavík. Í spilaranum hér að ofan má sjá upptöku frá viðburðinum síðasta laugardag og heyra áhugaverðar sögur þeirra af uppvaxtarárunum.
Sagnastund á Garðskaga er viðburður sem haldinn er einu sinni í mánuði í veitingahúsinu Röstinni á efri hæð Byggðasafnsins á Garðskaga. Það eru æskufélagarnir Bárður Bragason og Hörður Gíslason sem standa að viðburðinum í samstarfi við veitingastaðinn. Aðgangur er ókeypis og gestir eiga góða stund saman eitt laugardagssíðdegi á Garðskaga.
Framundan er áhugaverður vetur en dagskrá vetrarins er að mótast hjá þeim Bárði og Herði.