Þriðjudagur 29. október 2024 kl. 17:09

Hvernig var að alast upp í Reykjanesvita?

Hvernig var að alast upp í fjórtán systkina hópi við Reykjanesvita? Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Reykjanesvita, þar sem Gréta Súsanna Fjeldsted er staðarhaldari. Hún er fædd og uppalin í vitavarðarhúsinu við Reykjanesvita og er eigandi hússins í dag. Suðurnesjamagasín ræddi m.a. við Grétu þegar Safnahelgi á Suðurnesjum var sett í nýrri gestastofu í vitavarðarhúsinu við Reykjanesvita á dögunum.

Í meðfylgjandi innslagi er einnig rætt við þá Árna Sigfússon, verkefnastjóra hjá Bláa lóninu, sem kom að uppbyggingunni og Eirík P. Jörundsson, sem kemur að mikilli sýningu um vita og sjóskaða við Íslandsstrendur.

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.