Jóladagskrá úr Suðurnesjabæ streymt hjá Víkurfréttum
Það verður nóg um að vera í streymi hjá Víkurfréttum um jól og áramót. Núna kl. 18:00 hófst útsending á síðu Víkurfrétta á Facebook þar sem jóladagskrá úr Suðurnesjabæ er streymt.
Dagskráin var tekin upp í Sjólyst, húsi Unu Guðmundsdóttur, nú í vikunni.
Á morgun, aðfangadag, verður streymt barnaguðsþjónustu frá Keflavíkurkirkju kl. 16:00 og á jóladag verður streymt guðsþjónustu kl. 14:00.
Á nýársdag verður svo streymt nýársguðsþjónustu frá Keflavíkurkirkju. Nánar um það í næstu viku.
Upptöku af jóladagskránni úr Suðurnesjabæ má horfa á í spilaranum hér að ofan. Verkefnið er unnið í samstarfi Suðurnesjabæjar og Víkurfrétta.