Keilir og kvikugangurinn í nýju streymi
Nú þegar kvikugangurinn hefur tekið á rás frá Svartsengi og er kominn norðaustur fyrir Keili þá höfum við fært vefmyndavél Víkurfrétta sem staðsett er í Krossmóa í Reykjanesbæ. Vélin er komin á kunnuglegar slóðir en einmitt þetta sjónarhorn var í boði í aðdraganda eldgossins sem síðan varð í Fagradalsfjalli í mars 2021.
Þá fylgdust samtals um ein milljón áhorfenda með þessu útsýni.
Hvað gerist nú getur framtíðin ein leitt í ljós.