Már mættur með 30 manna hljómsveit frá Manchester
Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson er kominn til landsins með þrjátíu unga og efnilega hljóðfæraleikara frá The Royal Northern College of Music Session Orchestra. Már heldur tvenna tónleika hér á landi. Í Salnum í Kópavogi þann 20. nóvember og á fimmtudagskvöldið, 21. nóvember, í Hljómahöll. Sérstakir heiðursgestir sýningarinnar verða hinn eini sanni Laddi og stórsöngkonurnar Ísold og Iva.
Haldin var móttaka fyrir Má og hljómsveitina frá Manchester á Hótel Keflavík í gærkvöldi. Þangað mætti Bjarni Páll Tryggvason fyrir hönd bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og ávarpaði hópinn og bauð hann velkominn til Reykjanesbæjar, þar sem hann mun gista á meðan Íslandsheimsókninni stendur.
Víkurfréttir ræddu við Má eftir móttökunar þar sem hann sagði okkur frá verðlaunum sem honum voru að áskotnast og tónleikunum í vikunni. Már, sem á afmæli í dag og er 25 ára, fór með sigur af hólmi í söngkeppni blindra söngvara sem Lions International stóð fyrir í Póllandi.
Viðtalið við Má er í spilaranum hér að ofan.
Bjarni Páll Tryggvason og Már Gunnarsson.