Mikil flugeldaskothríð á Suðurnesjum
Það var mikil flugeldaskothríð á Suðurnesjum um áramótin. Myndskeið sem myndatökumaður Víkurfrétta tók upp á flugi yfir Reykjanesbæ á miðnætti á gamlárskvöld staðfestir það. Sjón er sögu ríkari. Myndskeiðið er í 4K upplausn og með hljóði sem tekið var upp í mestu skothríðinni.