Föstudagur 18. apríl 2025 kl. 08:06

Rafmagnaður Sævar

Rafmagnsstrætisvagnar eru að leysa gömlu díselvagnana af hólmi í Reykjanesbæ. Sævar Baldursson í BUS4U hefur fest kaup á fjórum rafknúnum vögnum sem eru að hefja akstur um Reykjanesbæ í leiðarkerfi almenningssamgangna í bænum.

Víkurfréttir fóru á rúntinn með Sævari á dögunum en hann hefur farþegaakstur í blóðinu.