Ríkisstjórnin fundaði í Keflavík
Ríkisstjórn Íslands kom saman til fundar í Reykjanesbæ í morgun. Dagurinn hófst með ríkisstjórnarfundi á Hótel Keflavík.
Að loknum þeim fundi mættu svo fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum til fundar við ríkisstjórnina. Fyrst voru það fulltrúar Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga sem fengu áheyrn hjá ríkisstjórninni. Þá átti ríkisstjórnin sérstakan fund með fulltrúum Grindavíkurbæjar.
Eftir að ríkisstórnarfundinum lauk var haldið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem ráðherrar kynntu sér starfsemi Landhelgisgæslunnar og uppbyggingu NATO.
Í meðfylgjandi myndskeiði er viðtal sem Víkurfréttir áttu við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og stutt brot úr viðtölum við þær Ingu Sæland og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Á næstu dögum verða ítarlegri viðtöl og við fleiri ráðherra og bæjarstjóra birt á vef Víkurfrétta.