Föstudagur 21. mars 2025 kl. 16:45

Sævar og rafmagnsvagnarnir í Suðurnesjamagasíni

Rafmagnsstrætisvagnar eru að leysa gömlu díselvagnana af hólmi í Reykjanesbæ. Sævar Baldursson í BUS4U hefur fest kaup á fjórum rafknúnum vögnum sem eru að hefja akstur um Reykjanesbæ í leiðarkerfi almenningssamgangna í bænum.

Suðurnesjamagasín kíkti á rúntinn með Sævari þar sem hann sagði okkur allt um nýju vagnana og einnig frá starfsemi BUS4U sem fagnar stórum áfanga á næstu vikum.