Sestur að í Kenýa og Keflavík eftir 30 ár í friðargæslu
Birgir Guðbergsson hefur starfað við friðargæslu hjá Sameinuðu þjóðunum frá árunum 1994, fyrst á Balkanskaganum en síðar í Afríku.
Birgir er núna sestur í helgan stein og hefur búið sér heimili bæði í Kenýa og Keflavík. Páll Ketilsson fékk Birgi til sín í upptökuver Víkurfrétta þar sem hann sagði frá lífinu í friðargæslunni og því sem á dagana hefur drifið.
Verkefnin hafa verið fjölbreytt og sum eftirminnilegri en önnur, hvort sem það var aðstoð við að grafa upp lík eða smíða bíl fyrir páfann.
Viðtalið við Birgi verður á dagskrá hjá Víkurfréttum á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl kl. 20:00. Viðtalið verður í spilara Sjónvarps Víkurfrétta á vf.is og í hlaðvarpsveitum eins og Spotify.