Sigrún Lína Ingólfsdóttir leitaði uppruna síns
Sigrún Lína er hársnyrtimeistari með kennsluréttindi og getur kennt á framhaldsskólastigi. Hún er gift, þriggja barna móðirog á eina ömmustelpu. Sigrún hefur lokið burtfaraprófi í klassískum söng frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og syngur í kirkjukór Keflavíkurkirkju. Útlitslega sést að Sigrún er ekki hefðbundinn Íslendingur, hún er dekkri yfirlitum en flestir enda vissi hún alltaf að blóðfaðir hennar væri af erlendu bergi brotinn – en hún þráði að vita meira.
Ég hef alltaf hugsað um það að mig langi að vita eitthvað. Ég hef alltaf vitað að ég er hálfur Írani, fékk að vita það þegar ég var mjög lítil en hef aldrei þorað, enda var það ekkert auðvelt áður fyrr, að leita. Jú, ég átti þrjár myndir – það var það eina,“ segir Sigrún þegar hún byrjar að segja Víkurfréttum sögu sína.
Í desember 2022 var hún að horfa á þættina Leitin að upprunanum. Sigrún var þá nýbúin að klára prófin í Háskóla Íslands og var bara að vinna en inn á milli segist hún hafa legið yfir þáttunum með dætrum sínum. Svo segi ég allt í einu: „Vá! Ég verð að gera þetta.“
Lesa viðtalið.
