Sjónvarp: Ég og fleiri frægir
– Alexander Birgir er með stærsta hjarta Grindavíkur
Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, stóð fyrir tónleikum í Grindavíkurkirkju 24. nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af fremstu tónlistamönnum þjóðarinnar stigu þar á stokk og var kærleikurinn ríkjandi - í anda Alexanders. Sjálfur er Alexander einhverfur og eldri bróðir hans, Kjartan Björnsson, lést er hann varð fyrir lest í Noregi árið 2010. Olga Björt hitti mæðginin Alexander og Elínu Björgu Birgisdóttur og tók saman meðfylgjandi innslag fyrir Sjónvarp Víkurfrétta.