Sjónvarp: Forvarnadagur ungra ökumanna haldinn í 20. skipti
Forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í 88 húsinu þriðjudaginn 10. september og var þetta í tuttugasta skipti sem þessi flotti dagur var haldinn og því var öllu til tjaldað á stórafmælinu. Það eru Brunavarnir Suðurnesja, Lögreglan, TM, Samgöngustofa, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Reykjanesbær og 88 húsið sem standa að þessum árlega viðburði en hann er alltaf haldinn tvisvar á hverju ári, á haust- og vorönn.
Horfa má á innslag úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í spilaranum hér að ofan þar sem fjallað er um forvarnadaginn.